Það er alltof sjaldan, að dekrað er við starfsmenn legudeilda sjúkrahúsa. Þeir eru vanari því að dekra við, hjúkra og annast um skjólstæðinga sína og umhverfi þeirra og þá verða axlir og herðar oft aumar og bólgnar. Þegar stund var milli stríða á Öldrunardeild HV að morgni gamlársdags, birtist Elín Marta sjúkraþjálfari eins og engill, með heita bakstra fyrir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ræstitækni og gaf þeim herðanudd í kaupbæti. Kaffi og konfekt kórónuðu athöfnina.


Höf.:HH