Umdæmislæknir sóttvarna í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða hefur sett einn einstakling í heimaeinangrun og þrjá í heimasóttkví á Patreksfirði vegna gruns um COVID-19. Öll voru þau að ferðast erlendis saman í hóp. Sýni hafa verið send á Landspítalann til greiningar. Þetta eru fyrstu sýnin sem tekin hafa verið á Patreksfirði og nágrenni. Áfram er einn í sóttkví á Ísafirði. 

Áfram brýnum við fyrir fólki að hringja í 1700 ef grunur um COVID-19 smit vaknar í stað þess að koma á heilsugæslustöð. Sóttvarnarlæknir hefur gefið út mikið af góðu lesefni um veiruna, skynsamleg viðbrögð og fleira. Þar er munurinn á sóttkví og einangrun einnig útskýrður

Höf.:GÓ