A A A

Bryndís Sigurđardóttir hefur veriđ ráđin fjármálastjóri viđ Heilbrigđisstofnun Vestfjarđa

27.02 2017 | Hörđur Högnason

Bryndís er er fædd 9. mars 1962 og búsett á Flateyri. Hún er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum á Akureyri og hefur auk þess lokið markaðs- og útflutningsnámi frá Endurmenntun HÍ og kerfisfræði frá Tietgenskolen, Odense í Danmörku. Bryndís hefur víðtæka starfsreynslu að baki er snýr að stjórnun, rekstri, fjármálum og bókhaldi. Hún hefur verið ritstjóri og eigandi Bæjarins besta og bb.is frá 2015 og gegndi stöðu framkvæmdastjóra Arctic Odda ehf. og Vestfirðings ehf. og jafnframt stöðu fjármálastjóra Dýrfisks hf. og Arctic Fish ehf.  2013 – 2014. Þá stofnaði Bryndís og rak bókhaldsskrifstofuna Yfirlit ehf. á árunum 2003 – 2013. Bryndís á þrjár uppkomnar dætur og tvö barnabörn.

Aðeins ein umsókn barst um stöðu fjármálastjóra HVest og uppfyllti Bryndís öll skilyrði auglýsingar. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða býður Bryndísi velkomna til starfa, en áætlað er að hún hefji stöf 1. apríl nk.

Vefumsjón