Í dag kl. 16:00 mun fyrirkomulag læknavaktarinnar á Ísafirði breytast. Þá mun vaktnúmerið 863 8000, sem notað hefur verið eftir lokun heilsugæslu, leggjast af en í staðinn eiga þeir sem þurfa aðstoð vaktlæknis eftir lokun að hringja í númerið 1700. Það er númer Læknavaktarinnar sem mun gefa samband við þá heilbrigðisstarfsmenn sem hæfa þykir. Það gæti verið slysadeild á Ísafirði eða vaktlæknir á Ísafirði eða Patreksfirði, allt eftir því hvar sjúklingur er staddur.

Annað er viðkemur bráðatilvikum, þörf á aðstoð, sjúkrabíl eða annað, skal tilkynnt til Neyðarvaktarinnar – 112.

Höf.:SÞG