Um kl. 5 í morgun kom upp bilun í símkerfi stofnunarinnar. Eftir nokkurt hökt varð ljóst að það er ekki að komast í gang og er nú beðið eftir varahlut frá Reykjavík. Vonast er til að kerfið komist í gang seinnipartinn í dag.

Starfsfólk stofnunarinnar biðst innilegrar afsökunar á þessu en þó er hægt að ná sambandi við hana í gegnum aðalnúmerið 450 4500. Þó er eingöngu farsími í notkun við svörun og því er ekki hægt að gefa símtöl áfram. Tímapöntun er hins vegar eins og venjulega en þó er von á einhverjum töfum vegna þessa.

Höf.:SÞG