A A A

Augnlćknir verđur á Ísafirđi 16. - 18. mars

5.02 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

Næsta koma augnlæknis á heilsugæslustöðina á Ísafirði er 16.-18. mars. Tímapantanir fara fram í síma 450 4500 á milli kl. 8 og 16 alla virka daga.

 

Elva Dögg Jóhannesdóttir augnlæknir stefnir að því að koma á tveggja mánaða fresti í þrjá til fjóra daga í senn á Hvest Ísafirði. Nánari dagsetningar verða auglýstar fyrir hvert skipti, þegar nær dregur komu hennar. Hún tekur ekki börn undir 6 ára aldri og börn á aldrinum 6-18 ára þurfa tilvísun til þess að geta fengið niðurgreitt frá Sjúkratryggingum Íslands. Fullorðnir þurfa ekki tilvísun.

Ekki er haldið utan um biðlista.

Vefumsjón