A A A

Hópsmitiđ afstađiđ ađ mestu

30.11 2021 | Gylfi Ólafsson
Lífið er aftur að komast í samt lag á Patreksfirði og nærsveitum eftir hópsmitið sem kom upp í síðustu viku. Síðustu daga hafa sýnatökur í lok sóttkvíar sýnt nokkur ný smit, sem sýnir að þar var sóttkví nauðsynleg til að koma í veg fyrir frekari dreifingu.
 
Samfélagið brást einstaklega vel við. Við viljum byrja á að hrósa starfsfólkinu okkar sem var ósérhlífið í þeim verkefnum sem komu upp. Félagsheimilið var opnað fyrir okkur á augabragði. Skólastjórnendur, sveitarstjórnarfólk, vettvangsstjórn, Rauði krossinn og margir fleiri voru snöggir að taka skynsamlegar ákvarðanir. Íbúar mættu vel í sýnatöku. Sérstakar þakkir fá einnig fyrirtækin á svæðinu, meðal annars Fjölval, Oddi og Arnarlax, sem var vandi á höndum að bjarga verðmætum en slá ekki af sóttvarnakröfum. Ekkert af þessu var sjálfsagt.
 
Þá má ekki gleyma að Vestfirðingar hafa verið duglegir að koma í bólusetningu, og nú þegar örvunarbólusetningin er í gangi er hópsmitið áminning um að mæta þegar boðið kemur. Sýnatökurnar eru ekki lengur í félagsheimilinu og eru aftur komnar upp á sjúkrahús. Heimsóknir eru aftur leyfðar á legudeildina á Patreksfirði. Áfram er grímuskylda og heimsóknargestir beðnir um að koma ekki ef finna minnstu einkenni sem gætu verið vegna Covid19 sýkingar.
 
Covid-stjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Stađfest smit á sunnanverđum Vestfjörđum orđin 22

24.11 2021 | Gylfi Ólafsson
Áframhaldandi sýna­taka verður á vegum Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­fjarða í Félags­heimilinu á Patreks­firði á morgun frá kl. 9:30, fimmtudaginn 25. nóvember. Allir íbúar með einkenni (þó þau séu lítil) eða tengsl við smitaða einstak­linga eru hvattir til að mæta í sýna­töku eftir að hafa bókað sig á Heilsu­veru.
 
Heimsóknabann er á legudeild heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði.
 
Að öðru leyti vísum við á fréttatilkynningu Vesturbyggðar

Heimsóknarbann á legudeildinni á Patreksfirđi

24.11 2021 | Hildur Elísabet Pétursdóttir

Í ljósi fjölda smita á Patreksfirði höfum við ákveðið að loka fyrir allar heimsóknir á legudeildina a.m.k. fram yfir helgi. Nánari upplýsingar koma á mánudaginn. 

Inflúensubólusetning ađ hausti 2021

22.11 2021 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

 

Nú eru allir velkomnir í inflúensubólusetningu, við höfum lokð við að bólusetja forgangshópa.

 

Tímapöntun er alla virka daga frá 8:00-16.00 í síma 450-4500

 

Norðursvæði

Bólusett er alla virka daga frá kl: 14:00 – 15:00 á heilsugæslunni á Ísafirði.

Allir sem fá bólusetningu þurfa að greiða komugjald á heilsugæslustöðina og gjald fyrir inflúensubóluefnið. Undanþegnir greiðslu á bóluefni eru einstaklingar sem titlaðir eru í áhættuhóp skv leiðbeiningum frá sóttvarnarlækni.

 

 

 

Vinsamlegast athugið

14 dagar verða líða á milli inflúensubólusetningar og bólusetningar gegn COVID 19

Rafkisur í vestfirskum kjöltum

22.11 2021 | Gylfi Ólafsson
1 af 2
Rafkisur eru nú komnar á allar hjúkrunardeildir Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, á Patreksfirði, Þingeyri, Bolungarvík og Ísafirði. Kisurnar mala, mjálma og hreyfa sig og svara góðlátlega þegar þeim er klappað. Þær fara ekki úr hárum og þurfa ekkert að borða, en fá nýjar rafhlöður þegar þær verða þreyttar. Kisurnar voru keyptar með gjafafé sem starfsemin á Eyri hefur til umráða.
 
Sérstaklega eru kisurnar velkomnar í kjöltum heilabilaðra íbúa, þar sem þær eru einstaklega notalegar og róandi. „Rafkisurnar vekja gríðarlega lukku og þær fá mikið og gott atlæti frá heimilismönnum,“ segir Auður Helga Ólafsdóttir deildarstjóri á Eyri og Bergi.
 
Kisan á Patreksfirði heitir Keli, á Bergi í Bolungarvík er fressið Bergur en enn eru í gangi hugmyndasamkeppni um nöfnin á hinum.
Fyrri síđa
1
234567737475Nćsta síđa
Síđa 1 af 75
Vefumsjón