A A A

Covid-próf á Vestfjörđum bókast nú á Heilsuveru

15.09 2021 | Gylfi Ólafsson

For English version, click here.

 

Nýtt í september: öll próf eru nú bókuð á netinu, nema fyrir fólk á leið til útlanda.

 

Einkennapróf og hraðpróf

Ef þú hefur flensulík einkenni getur þú núna bókað sýnatöku á Heilsuvera.is alla daga vikunnar. Einnig er hægt að bóka þar hraðpróf vegna stórra viðburða. Farðu inn á Mínar síður og veldu Covid-19 í valmyndinni vinstra megin. Ísafjörður og Patreksfjörður eru nú meðal þeirra sýnatökustaða sem hægt er að velja. Þau sem einkennalaus í sóttkví eða í smitgát fá boð send sjálfkrafa og þurfa ekki að bóka tíma. 

 

Fylgdu leiðbeiningum og ekki koma inn á sjúkrahúsin. Sjá meðfylgjandi mynd um staðsetningu. Komdu á bíl, hjólandi eða gangandi. Sýnin eru tekin á Ísafirði alla virka daga kl. 13:00 (PCR) og 13:30 (hraðpróf) en kl. 8:30 á laugardögum. Á Patreksfirði eru sýni tekin virka daga kl. 10:00 (PCR) og 10:15 (hraðpróf) en á miðvikudögum kl. 9:00 (PCR) og 9:15 (hraðpróf). Sýnataka um helgar er framkvæmd ef læknir telur þörf á eftir símtal í gegnum 1700. 

 

Vottorð fyrir ferðalög til útlanda

Mörg lönd krefjast skírteinis um neikvætt Covid-sýni við komu til landsins. Þessi próf teljast ekki vera sóttvarnaaðgerð og er því ekki framkvæmd á Vestfjörðum. Þessi próf eru í boði í Reykjavík, en sérstaklega er bent á hraðpróf Öryggismiðstöðvarinnar. Sjá vef Öryggismiðstöðvarinnar (oryggi.is) og travel.covid.is.

Skimun fyrir brjóstakrabbameini á Ísafirđi og Patreksfirđi

7.09 2021 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir
1 af 2

 

Dagana 27. til 30. september fer fram skimun fyrir brjóstakrabbameini á heilsugæslustöðinni á Ísafirði og dagana 4. til 5. október á heilsugæslunni á Patreksfirði.

 

Þær konur sem hafa fengið bréf um að koma í skimun eru beðnar um að panta tíma í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga. 

 Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is

 

ATHUGIÐ að ekki er tekið við tímabókunum á heilsugæslustöðvunum.

 

Á heimasíðu Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana er að finna frekari upplýsingar um skimanir og á heimasíðu embætti landlæknis eru bæklingar bæði um legháls- og brjóstaskimanir á nokkrum tungumálum.

 

Með því að taka þátt í brjóstaskimun er hægt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi og þannig draga verulega úr dánartíðni vegna sjúkdómsins.

Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir því að skimun er aldrei 100% örugg í að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi.

Kvensjúkdómalćknir međ móttöku á Ísafirđi

2.09 2021 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

 

Hjörtur Haraldsson kvensjúkdómalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði 13. til 24. september. Tekið er á móti tímapöntunum í síma 450-4500 alla virka daga milli kl. 8:00 og 16:00.

Bólusetningar

31.08 2021 | Hildur Elísabet Pétursdóttir

Bólusetningar á norðanverðum Vestfjörðum

 

Búið er að bólusetja börn fædd 2006, 2007, 2008 og hluta 2009. Ef einhver börn hafa ekki komist verður boðið upp á opin dag í september.

 

Fimmtudaginn 2. september verður eldra fólki sem fékk Pfizer boðin örvunarskammtur. 13 vikur verða að hafa liðið frá seinni Pfizer sprautu. 

 

Dagskrá á fimmtudaginn er eftirfarandi:

  • 10 og 10:30 Hlíf. Íbúar fá miða um hvenær þeir eiga að mæta. Bólusett verður í matsal Hlífar.
  • 11:15 Fólk með heimahjúkrun á Ísafirði, Suðavík, Flateyri og Suðureyri og aðrir 80 ára og eldri. Bólusett verður í matsal Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 
  • 13:15 Íbúar Árborgar og aðrir 80 ára og eldri. Bólusett verður í Safnaðarheimilinu í Bolungarvík. 

 

Bólusetningar á sunnanverðum Vestfjörðum

 

Búið er að bólusetja börn fædd 2006, 2007, 2008 og hluta 2009. Foreldrum barna sem ekki hafa komist á þessum tíma er bent á að hafa samband við heilsugæsluna á Patreksfirði.

 

Í næstu viku verður byrjað að bjóða 70 ára og eldri örvunarskammt. 

Bólusetning barna 12-15 ára gegn COVID - 19 á norđanverđum Vestfjörđum

17.08 2021 | Hildur Elísabet Pétursdóttir

17. ágúst 2021

 

Bólusetning barna 12-15 ára gegn COVID - 19 á norðanverðum Vestfjörðum 

 

 

24. og 31. ágúst verður boðið upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 12 – 15 ára á norðanverðum Vestfjörðum. Bóluefnið sem verður notað er frá Pfizer/BioNTech. Bólusett verður í matsal Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði.  

Foreldrar/forráðamenn fá boð um bólusetningu í gegnum Mentor.

 

Foreldrar/forráðamenn sem þiggja bólusetningu fyrir börn þurfa að fylgja barni í bólusetningu eða senda staðgengil 18 ára eða eldri með umboð (börn í sömu fjölskyldu geta mætt saman).

 

Börnum í 7. bekk sem verða 12 ára eftir 1. september býðst bólusetning seinna í haust.

 

24. ágúst

 

Kl. 10:00            Suðureyri og Þingeyri árgangar 2006, 2007 og 2008

 

Kl. 10:30             Bolungarvík árgangur 2006 og börn fædd í jan – júní 2007

 

Kl. 11:00             Bolungarvík börn fædd í júlí – desember 2007 og árgangur 2008

 

Kl. 11:30             Flateyri og Súðavík árgangar 2006, 2007 og 2008

 

Kl. 13:00             Ísafjörður árgangur 2006 börn fædd janúar – júní

 

Kl. 13:30             Ísafjörður árgangur 2006 börn fædd júlí – desember

 

Kl 14:00              Ísafjörður árgangur 2007 börn fædd janúar – júní

 

Kl. 14:30             Ísafjörður árgangur 2007 börn fædd júlí – desember

 

Kl. 15:00             Ísafjörður árgangur 2008 börn fædd janúar – júní

 

Kl.15:30              Ísafjörður árgangur 2008 börn fædd júlí – desember

 

31. ágúst 

 

 

Kl. 10:00             Ísafjörður börn fædd fyrir 1. september 2009

 

Kl. 10:30             Súðavík, Bolungarvík, Suðureyri, Þingeyri og Flateyri, börn fædd fyrir 1. september 2009

 

 

Upplýsingar um suðursvæði koma fyrir lok vikunnar.

Fyrri síđa
1
234567707172Nćsta síđa
Síđa 1 af 72
Vefumsjón