A A A

Augnlćknir verđur á Ísafirđi 16. - 18. mars

5.02 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

Næsta koma augnlæknis á heilsugæslustöðina á Ísafirði er 16.-18. mars. Tímapantanir fara fram í síma 450 4500 á milli kl. 8 og 16 alla virka daga.

 

Elva Dögg Jóhannesdóttir augnlæknir stefnir að því að koma á tveggja mánaða fresti í þrjá til fjóra daga í senn á Hvest Ísafirði. Nánari dagsetningar verða auglýstar fyrir hvert skipti, þegar nær dregur komu hennar. Hún tekur ekki börn undir 6 ára aldri og börn á aldrinum 6-18 ára þurfa tilvísun til þess að geta fengið niðurgreitt frá Sjúkratryggingum Íslands. Fullorðnir þurfa ekki tilvísun.

Ekki er haldið utan um biðlista.

Heilsugćslusel á Flateyri opnar á ný

4.02 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

Heilsugæsluselið á Flateyri opnar aftur frá og með 5.febrúar 2020 og verður opið alla miðvikudaga frá klukkan 13:00 -15:00 á Bryggjukaffi. 

Tímapantanir eru í síma 450-4500 alla virka daga frá 08:00 – 16:00.

Ađstođ vegna áfallastreitu

29.01 2020 | Hildur Elísabet Pétursdóttir

 

Á íbúafundum sem haldnir voru á Flateyri, Suðureyri, Ísafirði og í Súðavík vegna snjóflóðanna sem féllu 14. janúar kom fram að áfram yrði unnið með íbúum á svæðinu sem m.a. finna fyrir einkennum áfallastreitu eða glíma við slæma líðan í kjölfar atburðanna.

 

Þeim íbúum sem þannig er ástatt fyrir er boðið að fá viðtal við sálfræðing. Hægt er að hafa samband við Örnu Ýri Kristinsdóttur í síma 450 8043 eða í netfangið arnakr@isafjordur.is og panta tíma.

Sálfræðingur mun meta stöðuna með viðkomandi með tilliti til áframhaldandi meðferðarvinnu. Með allar upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál.

Það er aldrei of seint að vinna með áfallastreitu eða aðrar afleiðingar áfalla.

Með kveðju,

Samráðshópur áfallahjálpar á Vestfjörðum

 

Heilbrigđisstofnun Vestfjarđa stendur fyrir tveimur námskeiđum fyrir vettvangsliđa

28.01 2020 | Gylfi Ólafsson

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur í samvinnu við Slökkvilið Ísafjarðarbæjar beðið Sjúkraflutningaskóla Íslands um að halda tvö námskeið fyrir vettvangsliða í vor.

 

Haldin verða námskeið á Ísafirði 24.–26. apríl og á Patreksfirði helgina 1.-3. maí.

 

Vettvangsliðar er samheiti yfir fyrstuhjálparliða sem nýttir eru í auknum mæli til þess að stytta tímann þar til fyrsta viðbragð berst og brúa bilið milli skyndihjálpar og sérhæfðra sjúkraflutninga. Þannig geta þorp sem eru langt frá sjúkrahúsi eða eiga á hættu að lokast af í ófærð sinnt brýnustu heilsufarsvandamálum sem upp geta komið.

 

Námið er 40 stunda og skiptist í tvennt. Fyrri hlutinn er fjarnám sem hægt er að taka á sínum hraða en seinni hlutinn staðlota sem nær yfir heila helgi.

 

Heilbrigðisstofnunin greiðir námskeiðsgjöld en ekki er greitt fyrir að sitja námskeiðið. Vettvangsliðar eru sjálfboðaliðar. 

 

Fólki á öllum aldri sem treystir sér er velkomið að sækja um. Við gerum kröfu um að umsækjendur séu búsettir á Flateyri, Suðureyri, Súðavík, Bolungarvík, Þingeyri, Tálknafirði, Bíldudal eða Hnífsdal. Takmarkaður fjöldi plássa er í boði að sinni, og forgangsraðað þannig að umsækjendur dreifist vel og að þau þorp sem oftast lokast vegna ófærðar fái pláss.

 

„Það er ýmislegt sem við lærum af atburðum síðustu vikna og mánaða. Meðal þess er áminningin um þörfina fyrir að grunnbúnaður sé í öllum þorpum og að til staðar sé fólk með grunnþjálfun í að takast á við bráðatilfelli,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

 

Umsóknir sendast beint til Sjúkraflutningaskólans (www.ems.is [norðursvæði, suðursvæði]. Frestur til að skrá sig rennur út 6. mars 2020.

Augnlćknir á HVEST

20.01 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir
Elva Dögg Jóhannesdóttir augnlćknir
Elva Dögg Jóhannesdóttir augnlćknir

Elva Dögg Jóhannesdóttir augnlæknir stefnir að því að koma á tveggja mánaða fresti í þrjá til fjóra daga í senn á Hvest Ísafirði. Nánari dagsetningar verða auglýstar fyrir hvert skipti, þegar nær dregur komu hennar. Hún tekur ekki börn undir 6 ára aldri og börn á aldrinum 6-18 ára þurfa tilvísun til þess að geta fengið niðurgreitt frá Sjúkratryggingum Íslands. Fullorðnir þurfa ekki tilvísun.

Ekki er haldið utan um biðlista.

 

Næsta koma er 27.-29. janúar 2020. Tímapantanir fara fram í síma 450-4500

Fyrri síđa
1
234567535455Nćsta síđa
Síđa 1 af 55
Vefumsjón