A A A

Markađskönnun: Flutningur á sýnum milli Patreksfjarđar og Ísafjarđar

16.11 2020 | Gylfi Ólafsson

Með tilkomu Dýrafjarðarganga batna samgöngur milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða rekur rannsóknastofu á Ísafirði en einungis einföldustu próf eru greind á Patreksfirði. Sýni þaðan eru því send til Landspítala með flugi sem fer daglega frá Bíldudal. Kostnaður við þetta er talsverður, bæði greiningarnar sjálfar og flutningur, á sama tíma og umframgeta er til greininga á Ísafirði.

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er því opin fyrir viðræðum við hverja sem eru eða hafa í hyggju að hefja reglulegar ferðir frá Patreksfirði til Ísafjarðar, með möguleika á samnýtingu á ferðum í huga.

 

Þar sem þetta hefur í för með sér breytt vinnufyrirkomulag hjá okkur liggja þarfirnar ekki alveg ljósar fyrir og gætu breyst eftir því sem verkefninu vindur fram. Okkur sýnist þær vera helst þessar:

  • Sýnin þurfa að berast samdægurs en ekki skiptir máli hvenær innan dags.
  • Sækja þarf sýnin á sjúkrahúsið á Patreksfirði og afhenda á sjúkrahúsinu á Ísafirði.
  • Ferðir þurfa að vera minnsta kosti einu sinni í viku. Ekki er bráðnauðsynlegt að ferðir séu allar vikur ársins. Þó þyrftu þær að vera a.m.k. 40 til að nýtt verklag nái fótfestu og fari að borga sig. Mikilvægt er að fyrirsjáanleiki sé í því hvaða vikur ferðir eru farnar og hvenær þær falla niður. Okkur er fyllilega ljóst að stundum hamla veður og færð ferðum.
  • Ferðirnar þurfa að vera á virkum dögum, og helst alltaf á sama vikudegi.
  • Sýnin koma í kössum sem eru yfirleitt á stærð við skókassa.
  • Gerður yrði samningur til eins árs til að byrja með.

 

Hafðu samband fyrir lok nóvember ef þetta gæti fallið vel saman við ferðaáætlanir þínar eða fyrirtækisins þíns.

 

Nánari upplýsingar veitir Gylfi Ólafsson forstjóri.

Bóluefni á ţrotum

3.11 2020 | Gylfi Ólafsson

Aðsókn í bólusetningu vegna inflúensu hefur aldrei verið jafngóð og nú. Það er mikið ánægjuefni. Þetta þýðir þó að sá skammtur sem alla jafna hefur dugað vel, er á þrotum.

 

Við höfum því miður þurft að vísa fólki frá vegna þessa, þar með talið fólki sem hefur undirliggjandi sjúkdóma.

 

Bóluefni er einnig búið í öðrum heilbrigðisumdæmum. Ekki er von á meira bóluefni í ár.

 

Örfáir skammtar eru eftir sem verða gefnir fólki í mestri áhættu og verður haft samband við þau beint. Við getum því ekki tekið við fleiri bókunum eða símtölum með óskum um bólusetningu.

Inflúensubólusetningar

23.10 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

Bólusetningar vegna inflúensu eru hafnar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði og Patreksfirði. Ákveðin forgangsröðun hefur verið sett upp og hefur heilsugæslan sent bréf til þeirra hópa sem eru í forgangi og byrjað verður á að bólusetja. Talsvert meiri aðsókn hefur verið í bólusetningu en oft áður og ekki öruggt að allir sem vilja komist að. Í forgangshópum eru allir þeir sem náð hafa 60 ára aldri og þeir sem eru með undirliggjandi áhættuþætti eins og hjartasjúkdóma, sykursýki, öndunarfærasjúkdóma eða blóðþurrðarhjartasjúkdóma. Bókun fer fram í síma 450-4500 milli kl. 8:00 og 16:00 alla virka daga.

 

Þegar bólusetningu þessara hópa er lokið verður opnað fyrir almenna bólusetningu. Verður það tilkynnt nánar hér á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða þegar þar að kemur. 

 

Hægt er að lesa sig til um bólusetningu fyrir inflúensu inn á heimasíðu landlæknisembættis.

 

Uppfært 28. okt kl. 16:20

 

Heilbrigđisstofnun Vestfjarđa stendur vel í "Stofnun ársins"

20.10 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir
1 af 3
 
Niðurstöður í könnun stéttarfélagsins Sameykis um stofnun ársins fyrir árið 2020 hafa verið birtar. Könnunin var lögð fyrir í febrúar, áður en verulegra áhrifa fór að gæta af heimsfaraldrinum, en birtingu niðurstaðna hefur verið frestað vegna aðstæðna.
 
Eftir mikla bætingu milli áranna 2018 og 2019 stendur einkunn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í stað milli ára. Stofnunin er áfram yfir meðaltali heilbrigðisstofnana, bæði í einkunn og röðun.
 
Séu niðurstöður stofnunarinnar eftir undirliðum bornar saman við aðrar heilbrigðisstofnanir sést að upplifun starfsmanna af launakjörum og vinnuskilyrðum eru einna helst þeir þættir sem eru hærri hjá HVest. Þegar undirliðir könnunarinnar eru skoðaðir sést að ánægja og stoltímynd stofnunar, stjórnun og starfsandi hafa einna helst hækkað frá 2017 til 2020.
 
Sameyki og forverar þess hafa staðið fyrir könnuninni um stofnun ársins um árabil. Könnunin er lögð fyrir alla starfsmenn í opinberum stofnunum og fyrirtækjum og gefur verðmætar upplýsingar til að bera stofnanir saman, styðja við umbótaverkefni, fagna því sem vel er gert og sjá hvar skóinn kreppir.

Tímabundin lokun heilsugćsluselja á Flateyri og Ţingeyri 12. og 14. október

9.10 2020 | Sigríđur Lára Gunnlaugsdóttir

 

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður opnunartími heilsugæslu á Flateyri og Þingeyri breyttur í næstu viku. Mánudaginn 12. október verður lokað á Þingeyri og miðvikudaginn 14. október verður lokað á Flateyri. 

Beðist er velvirðingar á þessum tímabundnu breytingum.

Fyrri síđa
1
234567656667Nćsta síđa
Síđa 1 af 67
Vefumsjón