A A A

RISTILSPEGLUN

 

UNDIRBÚNINGUR - LEIÐBEININGAR

 

 

Þú átt tíma í ristilspeglun

 

___________daginn, ______.______________ , kl. ________

 

Speglunin fer fram á Skurðdeild HVEST á Ísafirði. Þú gefur þig fram í afgreiðslu á 1. hæð og gengur síðan inn til hægri að biðstofu og bíður þar.

 

 

 

Taktu eftir

· Farðu eftir þessum leiðbeiningum, en ekki eftir fylgiseðli PICOPREP lyfsins.

· PICOPREP fæst í apoteki án lyfseðils.

· Fræðslumyndband á íslensku um ristilspeglun er á “YouTube” undir: ristilspeglun ekkert mál   

· Lyfjagjöf í spegluninni veldur því, að þú mátt ekki aka bíl, eða stýra tækjabúnaði í 4-6 klst eftir speglun.     

 

Í eina viku fyrir speglunina

· Ekki borða grófkorna fæði, trefjar og fræ (gróft brauð, múslí, hörfræ og trefjaríkt grænmeti).

· Gerðu hlé á töku á járntöflum.

· Ekki taka lýsi.

· Stundum þarf að gera hlé töku á blóðþynnandi lyfjum þessa viku (Kóvar, Plavix, Grepid, Xarelto, Eliquis, Pradaxa), en einungis í samráði við lækni!

· Taka má öll önnur lyf eins og vanalega fram að speglun .

 

Tveimur dögum fyrir speglunina

· Þá byrjar þú að borða fljótandi, tært fæði, þ.e. vökva með engum grænmetis- og ávaxtaleyfum, eða trefjum.

· Þú mátt drekka vökva með sykri og söltum.

· Mjólk og mjólkurdrykkir eru bannaðir.

· Drekktu a.m.k. 2 lítra af vökva á dag - ekki bara vatn.

· Þú mátt drekka/borða:

· Soð af venjulegum súputeningum.

· Síaðar, tærar grænmetis-, ávaxta- eða saftsúpur.

· Síað hafra- eða hrísgrjónaseiði.

· Síaða ávaxtasafa.

· Frostpinna án súkkulaðis.

· Gosdrykki, tæra orkudrykki, te og kaffi, en ekki maltöl.

 

Daginn fyrir rannsóknina

· Áfram tært, fljótandi fæði.

 

· Kl. ________, ___________daginn  ______/_______ blandarðu fyrra PICOPREP duftinu út í vatnsglas, hrærir í 2-3 mín, þar til það hættir að freyða og drekkur það innan 15 mín. Passaðu fyrst, að blandan gæti hitnað rétt eftir blöndun, svo gott er að leyfa henni að kólna.

· Drekktu a.m.k. 2 lítra af tærum vökva næstu 2 klst, ekki bara vatn. Til að muna þetta, er gott að hafa þessa 2 L tilbúna á borði.

· Það getur tekið PICOPREPIÐ allt að 1 - 6 klst að virka eftir þennan fyrri skammt.

· Eftir PICOPREP inntöku er nauðsynlegt að ganga um og hreyfa sig, til að losna við sem mest af því sem þú hefur verið að drekka. Ekki fara þó mjög langt frá salerni.

· Til að minnka óþægindi við endaþarm, er gott að nota mýkjandi og vatnsfráhrindandi smyrsl áður en úthreinsunin hefst (AD smyrsl, eða Vaselín).

 

Seinni skammtur af PICOPREP

 

· Kl. ________, ___________daginn  ______/_______ , eða ______ klst fyrir speglunina blandarðu seinni skammtinum í vatnsglas.

· Drekktu a.m.k. 2 lítra af tærum vökva næstu 2 klst, ekki bara vatn.

· Áfram má svo drekka tæran vökva þar til 2 klst fyrir speglunina - eftir það þarf að vera FASTANDI.

· Ath: Ef framkvæma á magaspeglun líka, þá þarf að fasta í 3 klst fyrir speglun.

 

Hvernig fer rannsóknin fram?

· Fyrir speglunina er oftast gefið verkjastillandi og róandi lyf í æðalegg.

· Þú liggur á vinstri hlið og löng, sveigjanleg, “slanga” er þrædd upp ristilinn.

· Hægt er að taka vefjasýni og  sepa án sársauka.

· Skoðunin tekur um 15-20 mínútur.

 

Eftirmeðferð

· Ef þú ert inniliggjandi á sjúkrahúsinu, þá er þér ekið í rúminu á stofuna þína strax að speglun lokinni.

· Annars liggur þú á uppvöknunarstofu í 1-2 klst, áður en þú mátt fara heim.

· Fáðu einhvern þér nákominn til að sækja þig á sjúkrahúsið og aka þér heim.

 

Niðurstöður

· Þú færð upplýsingar um sýnilegar niðurstöður strax að speglun lokinni, þegar lyfjaáhrif leyfa.

· Niðurstöður úr vefjasýnum berast oftast ekki fyrr en eftir 7-10 daga.

 

Frekari upplýsingar

færð þú hjá hjúkrunarfræðingum Skurðdeildar HVEST í síma: 450 4500.

 

 

Með kveðju

starfsfólk Skurðdeildar HVEST

 

 

 

Endurskoðað nóv. 2018/HH

 

 

Vefumsjˇn