A A A

Fjórđungssjúkrahúsiđ

Sjúkrahúsið þjónar íbúum Vestfjarða og veitir íbúum fjórðungsins, gestum, ferðafólki og sjófarendum á Vestfjarðamiðum alla bráðaþjónustu sem og aðra sjúkrahúsþjónustu sem unnt er að veita með tilliti til mannafla, aðstöðu og annarra faglegra þátta.

Starfsemi sjúkrahússins er á öllum fjórum hæðum spítalabyggingarinnar; endurhæfing í kjallara, skurð-, rannsóknar- og röntgendeild á fyrstu hæð en fæðingadeild ásamt bráðadeild eru á annari hæð. Skrifstofur yfirlæknis og hjúkrunarforstjóra eru staðsettar á efstu hæð.


Aðalsími sjúkrahússins er 450-4500. Yfirlæknir sjúkrahússins, Þorsteinn Jóhannesson, hefur símatíma á mánudögum og miðvikudögum kl. 14-14:30 og á föstudögum kl. 12:30-13.00.
Vefumsjón