A A A

Breytingar á ţjónustu vegna COVID-19

Uppfært 8. maí 2020

 

Smám saman færist starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á rétt ról. Enn er þó tilefni til að fara varlega. Þetta er gert til að draga út smithættu og vernda skjólstæðinga og starfsfólk.

 

Enginn má koma inn á stofnunina nema eiga bókaðan tíma. 

 

Samband í síma og gegnum net

Á dagvinnutíma:

 • Bráð veikindi fara í 112 – mikilvægt er að tilgreina ef grunur er um Covid-19
 • Allar spurningar vegna Covid-19 fara í gegnum síma 1700
 • Hægt er að panta símatíma læknis í gegnum heilsuvera.is
 • Netspjall opið á heimasíðu hvest.is
 • Á dagvinnutíma er hægt að hringja í 450 4500 og fá samband við hjúkrunarfræðing á heilsugæslu.

Utan dagvinnutíma:

 • Bráð veikindi fara í 112 - mikilvægt er að tilgreina ef grunur um Covid-19
 • Allar spurningar vegna Covid-199 fara í gegnum síma 1700

 

Ísafjörður og norðursvæði

 

Heilsugæsla og skurðdeild:

 • Enginn má koma á heilsugæslu nema í fyrirfram pantaðan tíma.
 • Fólk í áhættuhópi (aldraðir, fólk með hjartasjúkdóma/háþrýsting, sykursýki, langvinna lungnateppu langvinna nýrnabilun og krabbamein óháð aldri) skal íhuga að fresta komu eða fá lausn við sínum málum með símatíma 

Rannsókn

 • Allir sem þurfa blóðprufur fá bókaðan tíma
 • Hægt er að bóka tíma fyrir reglubundnar blóðprufur í síma 860 0655

Bráðadeild

 • Heimsóknarbann er í gildi
 • Endurhæfingarprógram liggur niðri
 • Hvíldarinnlagnir hefjast aftur
 • Nauðsynlegar lyfjagjafir á göngudeild halda áfram í samvinnu við lækni
 • Svefnrannsóknum frestað

Hjúkrunarheimilin Eyri, Berg og Tjörn

 • Heimsóknarbanni verður aflétt í skrefum, fyrst 18. maí. Aðstandendur og íbúar fá nánari upplýsingar beint frá deildarstjórum. 

Endurhæfing

 • Þjónusta fer af stað aftur með takmörkunum.

Tannlæknar

 • Tannlæknir hefur aftur störf 11. maí.  

 

Patreksfjörður og suðursvæði

Heilsugæsla

 • Enginn má koma nema hafa bókaðan tíma. Reynt er að sinna sem mestu í gegnum síma
 • Hægt er að bóka tíma hjá lækni í síma eða netspjalli
 • Sama gildir um heilsugæslusel á Tálknafirði og Bíldudal; reynt verður að fækka viðtölum og leysa erindi í síma. 

Legudeild Patreksfirði

 • Heimsóknabann í gildi

 

Vefumsjón